Sign er hljómsveit sem er að rokka upp tónlistarheiminn á Íslandi í dag. Þeir sem eru í henni eru Ragnar Zolberg(söngvari og gitar), Baddi(gitar), Siggi(bassi) og Egill(trommur).þeir Ragnar og Egill eru báðir synir hans Rafns sem var her áður i hljómsveitinni Grafík. Hann Ragnar er einn besti gítarleikari a landinu og hann er líka að tromma með hljómsveitinni Noise sem eru mjög svipaðir og Nirvana voru a sínum tíma. Bróðir hans Egill sem er lika trommari i SiGn er líka i hljómsveitinni Ber með henni Írisi sem var i Buttercup. Sign eru búnir að gefa út tvær plötur, Vindar og breytingar sem er fyrsta platan og síðan Fyrir ofan himininn sem kom út rétt fyrir jól 2002. Þeir eru a samning hja R & R music sem faðir þeirra Rafn á. Þeir eru að spila tónlist sem var uppi a 9 aratuginum. SiGn er mjög lik Cradle Of Filth, Iron Maiden og Kiss. Ég hlusta mjög mikið a Gradle Of Filth og Kiss en eg hlusta mest á Iron Maiden. Ragnar Zolberg er að sjálfsögðu ekki rétt nafn forsprakkans, Sólberg er millinafnið hans. Þetta er aftur á móti vel í stíl við líkleg átrúnaðargoð hans ef tekið er mið af tónlistarstílnum á plötunni. Það er samt eitthvað fyndið við það að strákur sem fæddur er 1986 skuli vera svona heltekinn af níunda áratugnum. Sign-liðar fara aftur til fortíðar til að leita sér fanga fyrir plötuna, jafnvel enn lengra en þeir gerðu á plötunni í fyrra. Glysrokk níunda áratugarins á hug þeirra allan og platan er næsta hreinræktuð glysplata. Já, við förum aftur til manna eins og Ronnie James Dio. Það er kannski erfitt að sjá hafnfirsk ungmenni fyrir sér í því hlutverki en þetta gengur ágætlega upp, mun betur en síðast allavega. Fyrir ofan himininn er langtum betri plata en sú sem Sign sendi frá sér síðast. Þeir hafa þroskast talsvert og platan er miklu heilsteyptari. Ástæða er til að hrósa trommuleik Egils sérstaklega og þá virðist rödd Ragnars öll vera að koma til. Þetta er fínasta plata, kannski fulleinhæf en aldrei leiðinleg. Ég spái næstu plötu góðri. Þeir í Sign slógu í gegn með laginu Mínar Eigin tilfiningar sem er af fyrstu plötu þeirra.
Ragnar og Baddi semja mest alla textana saman. Þegar þeir taka upp plötu þá spilar Ragnar á allt, svosem bassa ,gitar ,trommur og hljóborð. Með þessum orðum lýk eg þessari ritgerð um bestu hljómsveit landsins. Rock on.
Gítarar: Fender Telecaster 72´Deluxe.