Nokkur áhugaverð lög Góðan daginn, ég var að skoða lagasafnið mitt og ákvað að safna saman nokkrum lögum í þessa grein sem eru kanski ekkert svo þekkt en margir ættu evlaust að kannast við, við hlustun. Athugið að lögin eru ekki í neinni sérstakri röð.

I. Gary Jules - Mad World (Donnie Darko Soundtrack)
Lagið Mad World úr Donnie darko myndinni. Eitt af fáum lögum sem ég get látið á Repeat4ever og ekki fengið leið á. Frábært rólegt lag.

II. Small Faces- It's all too beautiful
Mjög gott lag sem mig minnir að hafi veirð í einhverri auglýsingu nýkega (man samt ekki). Þetta er svona eitt af þessum lögum sem ég finn, hlusta mjög mikið á í byrjun en svo slaknar á spiluninni með tímanum. Engu að síður mjög flott lag.

III. Zager & Evans - In The Year 2525
Gamalt lag sem ég hef alltaf fílað mjög mikið. Ekki vera að ná í þetta ef þú fílar ekki gamla tónlist, en ef þú fílar hana þá er þetta mjög góð viðbót.

IV. Air - Radio #1
Lag frá einni uppáhaldshljómsveitinni minni. Er af disknum 10.000 Hz legand. Frábært lag þar sem röddin í lokin fullkomnar verkið. Bara elska lagið. Frábært í alla staði.

V. Air - Don't Be Light
Annað lag með Air af sama disk. Þar sem þetta er kanski diskur sem fellur í skuggann af disknum Moon safari þá mæli ég eindregið með að fólk sem fílaði hann reddi sér bæði 10.000 Hz legand (með báðum þessum lögum), Virgin suicides og Premiers Symptomes.

VI. The All seeing I - Beat Goes On
Flott endurgerð af sama lagi sem Sonny & cher gerðu á disknum “In Case You're in Love” (leiðréttið mig ef þetta er eldra lag). Lagið sjálft kemur af disknum Pickled Eggs & Sherbert en á honum er að finna nokkur önnur góð lög, til að mynda, 1st man on moon og

VII. Atari Teenage Riot - Atari Teenage Riot
Hljómsveitin sem kom á Uxa 94 (eða 95 man ekki hvort það var) er hér með lag samnefnt hljómsveitinni, Atari Teenage Riot. Veit ekki hvað maður á að kalla þetta annað en þýskt harkjarna techno. En allavega helvíti cool lag.

VIII. Bela Fleck and the Flecktones - Sunset Road
Mjög flott lag. Auk Sunset Road á ég 2 önnur mjög flott lög með þeim, en það eru Stomping ground og The sinister master. Vissi ekki alveg hvernig væri best að flokka þessa tónlist þannig að ég kítki á audiogalaxy vefinn og hann lét upp að þetta væri: “Jam Rock, Bluegrass, Post Bop, Jazz Fusion” Þannig að þar hafið þið það.

IX. Blur - Girls & Boys
Mitt uppáhalds lag með meisturunum í Blur. Það er bara eitthvað óútskýranlegt við þetta lag (ætli það sé ekki að ég næ aldei að syngja textann rétt(fattið það þegar þið hlustið)). Lagið er af disknum Parklife sem hefur uppá að geyma fullt af örðum góðum lögum. Skilduhlustun ;)

X. Fun Lovin' Criminals - Smoke ‘Em
Þessi hljómsveit er kanski þekktust fyrir lagið Scooby Snacks, en diskurinn sem það lag er á (Come find yourself) er meira en bara það lag, lög eins og “Smoke ’Em”, “The Grave and the Constant”, “Fun Lovin' Criminals” og “We have all the time in the world” eru allt mjög góð lög. Tékkið á þessu ef þið eruð ekki þegar búin að því.

XI. Ian Brown - Fear
Frábært lag frá snillingi Ian Brown. Eini gallinn við þetta lag er að ef þú ert að kaupa þér einhverja Chill safndiska er þetta lag mjög oft á þeim og á ég þetta lag á að ég held 4 diskum (allavega) ;)

XII. Johnny Cash - The mercy seat
Lag sem örugglega flestir kannast við þegar þeir heyra það. Hefur verið spilað þónokkuð á Rás2 enda er þetta algjört meistaraverk. Kemur af disknum American III: Solitary Man sem kom út 2000.

XIII. Kermit - It's Not Easy Being Green
Klassík ;)

XIV. Nightwish - She is my sin
Lag frá finnskri óperurokkhljómsveit. Kemur ótrúlega vel út og skora ég á alla að tékka á diskunum þeirra, Ocean Born og Wishmaster.

XV. Mercury Rev - Goddess On A Hiway
Heyrði þetta lag einhvern tíman í útvarpi og hreyfst mjög mikið af. Vissi aldrei hvað það hét þangað til ég fékk Rokkland safndiskinn í hendurnar og sá hvaða lag þetta var. Algjörlega frábært lag sem fær dágóða spilun heima og ekki síður í bílnum.

Jæja þetta er bara stutt yfirferð til að benda fólki á aðra tónlist ef það er að leita að einhverju öðru, en ekki einhver listi yfir mín uppáhaldslög.


Hérna eru svo nokkur í viðbót sem gaman er að hlusta á:
Primal Scream - Loaded
West Street Mob - Breakdance Electric Boogie
Zero 7 - Polaris
Clash - I Fought The Law (og bara allt með Clash)
Joy Division - Love Will Tear Us Apart
Jurassic 5 - Concrete Schoolyard (besti hip hop hópurinn)

Takk fyrir mig,
Kv, Steini
Kv, Steini