Iggy Pop Þessi grein fjallar nú svona meira um fyrstu bönd og ár Iggy Pop frekar en sögu hans en ég nenni ekki að fara að breyta því.

James Newell Osterberg eða Iggy Pop eins og hann kallaði sig fæddist 21. april 1947. Hann fór snemma að spila á trommur, 1963 spilaði hann með fyrsta bandinu sínu sem hét The Iguanas. Þeir byrjuðu að kalla hann Iggy en hann fór að kalla sig Pop, ekki vegna þess að hann spilaði popptónlist heldur í virðingaskyni við dópfélaga sinn Jim Popp. The Iguanas spiluðu bara cover til að byrja með, þeir spiluðu m.a. lög eftir Tom Shannon, Phil Todaro, Richard Berry, John Lennon, Paul McCartney o.fl.
Eftir Iguanas fór Iggy í hljómsveitina The Prima Movers þar kenndi hann Scott Asheton að tromma. Þeir spiluðu Chichago blús.
Hann langaði samt alltaf að setja sína eigin hljómsveit saman og það rættist er hann stofnaði hljómsveitna The Psychedelic Stooges sem varð síðar að The Stooges. Í Stooges var hann aðalmaðurinn og skildi endanlega við trommurnar. Með honum í Stooges var áfram Scott Asheton, bróðir hans Ron Asheton sem spilaði á gítar og Dave Alexander bassaleikari. Aðalfyrirmyndir Iggy & Stooges voru Velvet Underground og Doors. Fyrsta plata Stooges kom út 1969 en hún hét bara The Stooges. Lög eins og “I wanna be your dog”, “1969”, “real cool time”, “no fun”, o.fl. príddu þessa plötu. Fun house kom svo út 1970 og Raw Power 1973. En 1973 hættu The Stooges.
Eftir Stooges hætti Iggy ekki heldur snéri sér að sólóferli og árið 1973 komu tvö meistarastykki frá honum þetta voru plöturnar The Idiot og Lust for life. Iggy vann mikið með David Bowie en hann hefur samið mörg lög á plötum Iggy Pop.
Iggy hefur gefið út tæplega 30 plötur. Hann er einn af frumkvöðlum pönksinns og hafa margir þekktir tónlistarmenn tekið hann sér til fyrirmynda Má þar nefna t.d. Sex Pistols Og Nirvana.

MéliSkinka
rokk er betra en þarflaus ræða