hæó…
Allaveganna tilefni þessarar “greinar” er dulítið sem ég hef spáð í uppá síðkastið. Og þá sérstaklega með að fylgjast með greinum sem koma inn á Huga.is í stríðum straumum. Í þessum greinum til að mynda eins og þessi sem ég las á áðan “afhverju hip hop sökkar” og þessháttar rugl. Fólk að pæla og reyna skilgreina Scooter sem raftónlist, popp tónlist eða bara “ó-tónlist” Hver í andskotanum hefur valdið til að segja til um hvað er tónlist og hvað ekki? Okay tökum Scooter sem dæmi, Nota bene ég fíla hann nú ekki, en ef við pælum aðeins í því sem Scooter gerir. Scooter er þýskt teknó-popp band sem er búinn að andskotast í að gera búm búm takta með catchy melódíum, jafnvel sömpluðum söng af gömlum plötum og svo einhvern ljóshærðan leðurklæddan þýskan miðaldramann kallandi til æsts múgsins. Þetta hefur scooter gert alveg síðan ég dansaði sveittur í Hagkaups fötum sem mamma tróð mér í á 10-12 ára böllum í Tónabæ hér í fyrndinni. Okay…?
Margir spá og spekúlera í þessu með Scooter, aðallega vegna nýlegrar heimsóknar hans hér á klakann(vá…þetta var blaðamannalegt)
Er scooter tónlist? eða einfaldlega hreinræktað ómeti sprottið úr sæði satans og ó-melódíu ehf? Margir segja “já scooter er bara drasl og blabla spammspamm” Sumir segja “scootter ownar big time…jeij” En….afhverju eru þá þúsundir ef ekki tugþúsundir, jafnvel hundruð þúsunda manns sem
A:kaupa plöturnar þeirr og
B: Mæta sveittir á sjóveikistöflum á tónleika með þeim?
Okay, ég er ekki með neina hollustu yfirlýsingu við Scooter, en scooter nær til fólks. og er það ekki það sem tónlist gengur út á? Ef einhver semur það sem hann telur tónlist, nær að gefa það út og verður heimsfrægur og nær hylli almennings víða, er hann þá ekki tónlistarmaður? Eða er til að mynda batterí eins og Scooter bara, ómeðvitaður heilaþvottur sem veldur múgsefjun…eða ?

Og ENN og AFTUR ég fíla ekki Scooter,og ég er ekki að reyna upphefja hann, tók bara sem dæmi. En hvað finnst ykkur? Hvað er TÓNLIST?

Exitmusic….efþið ætlið svo að svara með einhverjum dónaskap og fúkyrðum, vinsamlegast sleppið því.
Hafið það gott