Hljómsveitin Hole Alternative rokk hljómsveitin Hole var stofnuð í Los Angeles árið 1989 af Courtney Love. Hún var fædd Courtney Harrison, 9. júlí 1965 í San Francisco, Kaliforníu, USA. Hana þekkja flestir en hún var afkomandi auðugrar fjölskyldu (pabbi hennar Hank Harrison var samstarfsmaður Grateful Dead.) Hún var mikill vandræðaunglingur og var til dæmis rekin úr skóla og stundaði búðarhnupl. Svo flúði hún og ferðaðist í nokkur ár, fór til ýmissa landa og borgaði leigu og mat með því að strippa. Eftir það byrjaði hún að spila með hljómsveitum eins og Babes og Faith No More. Svo hitti hún gítarleikarann Eric Erlandson, í gegnum blaðaauglýsingu og ákvað að stofna hljómsveit með honum, bassaleikaranum Jill Emery og trommuleikaranum Caroline Rue. Hópurinn gaf út sína fyrstu plötu árið 1991 en hún fékk heitið Pretty on the Inside. Þau voru þekkt sem svona óeirðastelpuhljómsveit.

Það sem rústaði Hole á þeim tíma var ekki platan þeirra, heldur samband Courtney við Kurt Cobain, sem flestir vita að var gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Nirvana, sem í stuttu máli varð vinsælasta og áhrifamesta rokkhljómsveit í Bandaríkjunum með útgáfu plötunnar Nevermind árið 1991. Þegar Kurt varð rokkstjarna, fylgdi Courtney með og fékk athygli fjölmiðla þar sem samband þeirra var frekar stormasamt.

Tónleikar hjá Hole voru oft mjög áhugaverðir þar sem þau lét öllum illum látum og rústaðu hljóðfærum og fleiru. Eric, gítarleikarinn í Hole sagði í viðtali einu: „Fyrir tónleika drukkum við Courtney alltaf tvö glös af írsku vískíi. Það lét okkur hata áhorfendurna.“

Eric sagði einnig að hann elskaði að vinna með Courtney, sérstaklega gítarlega hlutann. „Hún hefur svo gott tónlistareyra,“ sagði hann í viðtali við breska tímaritið Total Guitar. „Hún fór alltaf eftir sinni hugsjón.“

En hvernig náði Courtney þessari rödd, spyrja kannski margir aðdáendur Hole. Það var að hluta til áfengið. Þegar hljómsveitin var í hljóðveri þá lét framleiðandinn þeirra, Don Fleming þau vera blindfull og neyddi þau oft til að fara út á götu til að reyna ná í eiturlyf, bara svo hljóðið yrði almennilegt.

Byltingarplata Hole, Live Through This kom út árið 1994. En þá fóru breytingar að eiga sér stað í bandinu. Kristen Pfaff og Patty Schemel komu í stað Jill og Caroline, og hljómsveitin fékk samning hjá Geffen DGC, sama útgáfufyrirtæki og Nirvana var hjá. Þó að Courtney hafi haft á sér illan orðstír og Kurt látist minna en viku áður en Live Through This kom út hafði það engin áhrif á sölu plötunnar. Live Through This náði platínusölu.

Stuttu eftir að Live Through This var gefin út lést Kristen Pfaff vegna of stórs heróínskammts. Í hennar stað kom Melissa Auf Der Maur sem síðar gekk í hljómsveitina Smashing Pumpkins. Þó að Hole hafi ferðast mikið til að kynna plötuna þá var hljómsveitin frekar óvirk, trúlega vegna þess að Courtney var að einbeita sér að öðru, eins og leiklistarferli sínum.

Árið 1997, sneri Hole aftur og fór að taka upp ný lög með framleiðandanum Michael Beinhorn og Billy Corgan úr Smashing Pumpkins. Platan sem lengi var beðið eftir fékk heitið Celebrity Skin og kom hún út í ágúst 1998.

Hljómsveitin hætti 23. maí 2002. Það kom ekkert á óvart en var frekar sorglegt þar sem þau sömdu góða tónlist. Eric og Courtney voru góð að spila á gítar og svona. Eftir það kærði útgáfufyrirtækið þeirra þau, vegna þess að þau gáfu ekki út plöturnar 7 sem þau höfðu lofað.

Besta smáskífan þeirra að mínu mati var Malibu (1999). Önnur lög eins og Awful, Violet og Celebrity Skin eru líka í mínu uppáhaldi.

Takk fyrir!