Oki mig langaði bara að koma þessu á framfari.
Sumt fólk fílar bara tónlistina út af flytjandanum, en aðrir út af tónlistinni, ég sjálf fíla mjög mikið lögin með Justin Timberlake en bara þoli hann ekki.
Mér finnst að fólk ætti að hugsa um tónlistina ekki um flytjandan, Christina Aguilera er dæmi, mjög mörgum finnst hún góð söngkona og mjög mörgum fannst hún góð. Hún var uppáhalts söngkona vinkonu minnar, en þegar hún breytti sér og varð hún sjálf, eins og hún segir, hætti vinkona mín alveg að fíla hana, bara út af því hvernig hún klæddi sig, þetta kalla ég fordóma. Christina Aguilera er mjög góð söngkona að mínu mati og ég fíla tónlistina hennar bara mjög mikið og mér fannst myndbandið hennar við Beatiful mjög flott, allavega viðeigandi við lagið á meðan vinkonur mína sögðu að það væri mjög ógeðlsegt því það væri mjög mjó stelpa og mjög mjór strákur í því, og hommar að kissast í því, það passaði bara við lagið, það er ekkert ógeðslegt við það.
Ef Christina Aguilera vill vera svona þá er það hennar mál og ef fólk hættir að fíla hana bara út af því hvernig hún klæðir sig þá er það þeirra mál.
Fólk á að hlusta á tónlist sem þeir fíla ekki sem þeim finnst léleg en kannski vinum þeirra finnst góð. Það á heldur ekki að dæma tónlistarmennina fyrir hvernig þeir líta út, eða hvernig þeir klæða sig eða hvernig hár þeir eru með, það á að dæma tónlistina og ef einhverjum finnst tónlistin ekki góð þá á bara að sleppa að hlusta á hana.

Kv. valahg1