Turin Brakes Tvíeykið Olly Knights og Gale Paridjanian hafa þekkst síðan í barnaskóla. Í dag eru þeir 25 ára og mynda hljómsveitina Turin Brakes. Þeir fóru saman í kórinn í skólanum sínum en voru reknir fyrir að breik dansa… ég veit ekki af hverju… Ein jól ákváðu þeir báðir að kaupa sér kassagítar og spiluðu saman og sömdu lög. Þá byrjuðu þeir að hlusta á Chuck Berry og frelsuðust á tónleikunum með honum og ákváðu að stofna hljómsveit. Til að byrja með kölluð þeir sig bara Olly & Gale en ákváðu að þeir þyrftu að breyta því þar sem þeim þótti nafnið of líkt Simon & Garfunkel og vildu ekki vera stimplaðir sem afrifur (rip-offs..)en þeir hafa verið kallaðir Simon & Garfunkel nútímans, enda hafa raddir þeirra svipaðan sjarmerandi samhljóm og einkenndi þá og þeir styðjast að mestu við kassagítara.

Þeir tóku fyrst upp lag fyrir kvikmyndaverkefni sem Gale var að vinna að fyrir háskóla, það var lagið The Door. Fólk hjá Anvil Records heyrðu lagið og heilluðust af því. Þeir gáfu þá lagið út á EP plötu 1999.

Eftir að hafa spilað á nokkrum tónleikum voru Turin Brakes þegar farnir að fá frábæra dóma hjá virtum tónlistartímaritum. Þess vegna var fólk orðið spennt fyrir að heyra fyrstu breiðskífu þeirra. Hún kom út í mars 2001 og heitir The Optimist LP. Hún fékk frábæra dóma og hefur líka orðið mjög vinsæl hér á Íslandi.

Þeir gáfu út lagið Underdog (Save me) á smáskífu á svipuðum tíma og the optimist kom út og það náði nokkrum vinsældum, þeir spiluðu það t.d. í Top of the Pops.

Næsti singúll er eflaust þekktasta lag þeirra en það var líka fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim. Það er lagið Mind Over Money og varð líka mjög þekkt hér á Íslandi (It's allright I warned myself, keep blood on the inside and nowhere else er viðlagið ef það hringir einhverjum bjöllum) Það kom út í lok Júlí-mánaðar í fyrra. Að lokum gáfu þeir út lagið Emergency 72.

Ég varð þeirra heiðurs aðnjótandi (eða eitthvað..) að sjá þá spila á lokatónleikum þeirra fyrir hlé á tónleikum í London, 20 október 2001. Ég skemmti mér frábærlega á tónleikunum en þá hafði ég verið á tveimur Placebo tónleikum dagana á undan og þetta voru ólíkir tónleikar.. en mér tókst að plata tónleikagest sem var þarna. Ég var sko svo nálægt sviðinu að ég sá play-listann sem þeir höfðu hripað niður. Og þá sagði ég alltaf við gaur við hliðina á mér (sem sá hann ekki) Mér grunar að þeir taki the Road næst.. eða eitthvað í þá áttina og það var alltaf rétt hjá mér.. tíhíhí.

Eftir þetta tóku þeir sér 9 mánaða frí. Svo snéru þeir aftur með lagið Long Distance en myndbandið við það lag fékk nokkurra spilun á Skjá-einum en ég varð ekki var við það í útvarpi hér á landi þó rás 2 hafi eflaust spilað það eitthvað.

Nú voru þeir að gefa nýjan disk, næstum því nákvæmlega tveimur árum eftir bjartsýnismanninn, eða núna í mars 2003. Hann ber nafnið Ether Song. Ég hef ekki hlustað neitt mikið á hann ennþá en það sem ég hef heyrt finnst mér mjög skemmtileg. Margt er mjög keimlíkt fyrri disk þeirra en þó eru þeir að prófa nýja hluti í sumum lögum.

Þessi diskur var tekinn upp í Californiu og það var enginn annar en Íslendingurinn Höskuldur eitthvaðson (Husky) sem tók hann upp.

Með þessum disk gáfu þeir út lagið Pain Killer (Summer Rain) sem er orðið ansi vinsælt lag, ég er allavega alltaf að sjá myndbandið við það í sjónvarpinu, sérstaklega á Skjá-einum. Þetta er svona dæmigert Turin Brakes lag og mér finnst það mjög skemmtilegt.

Þá er bara að vona að þeir láti sjá sig á Hróaskeldu í sumar og að disknum gangi vel. Hver veit nema þeir haldi bara tónleika hérna á Íslandi.. Höskuldur hlýtur nú að hafa hagað sér eins og sönnum Íslendingi sæmir (Have you ever been to Iceland? No? Well you should it's rilí bjútifúll… o.s.frv..)

Leave all this misery behind.