Grein frá mbl.is
“Lögin ”Segðu mér allt“ eftir Hallgrím Óskarsson og ”Right Here Waiting“ með bandaríska tónlistarmanninum Richard Marx eru of lík til að hægt sé að mæla með því að fyrrnefnda lagið verði sent sem framlag Íslendinga í söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu. Þetta er niðurstaða trúnaðarmanna Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) sem telja of mikla hættu á málsókn verði lagið sent í keppnina.
Í áliti þeirra Arnar Óskarssonar og Ríkarðs Arnar Pálssonar, sem STEF fékk til að rannsaka líkindi laganna tveggja, er það rakið að viðlagskaflar spila stórt hlutverk í báðum lögum auk þess að vera mjög líkir að því er varðar lengd og form. Þá séu svo til allar aðalnótur viðlaganna og flestir hljómar eins eða skyld.

Niðurstaða þeirra er því eftirfarandi: ”Í ljósi ofangreinds samanburðar treystum við undirritaðir okkur ekki til að mæla með að SMA [Segðu mér allt] verði flutt í Evrópusöngvakeppninni í núverandi mynd vegna hættu á málsókn.“

Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, segir að Hallgrímur og matsmennirnir hafi hist á fundi í gær og Hallgrímur komið athugasemdum sínum á framfæri, en álitið standi óbreytt. ”Við höfum bent Hallgrími á að hann væri að taka áhættu með því að fara með lagið óbreytt í keppnina,“ segir Eiríkur.

Hallgrímur segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær, að niðurstaða matsmanna STEFs hafi verið sú að ekki sé hægt með óyggjandi hætti að sýna fram á að um lagastuld eða brot á höfundarrétti sé að ræða.”

Jæja, þá er það komið í ljós, STEF gerir loksins eikkað gott.
En það sem ég var að pæla, akkuru var þessu lagi ekki bara hennt út við val í forkeppnina???? Mér fynnst þetta vera ansi slæleg vinnubrögð hjá RUV að hleypa svona líku lagi í gegn.

Svo líka það, mér fynnst að það ætti ekkert að meiga breyta bara laginu, þá væri það ekki lagið sem var kosið sem fulltrúi íslands í Evróvision eða hvað sem fólk kallar þetta!
Mér fynnst nú ólíklegt að Botnleðja fari, en mér fynnst það réttast, það er líka bara mín skoðun, hvað fynnst ykkur????

kv Beerbelly