HRÓARSKELDA 2003 Þar sem sumarið nálgast óðfluga og menn eins og ég geta varla beðið eftir einum helsta tónlistaratburði sumarsins, Hróarskelduhátíðinni, finnst mér réttast að þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að fara á Hróarskeldu eða eru bara hreinlega bókaðir þangað taki sig saman og spjalli um þetta á Ircinu. Rásin sem heitir einfaldlega #Hróarskelda er á IrcNET og er öllum frjálst að kíkja þar við og spjalla um hátíðina. Nýjustu fréttir af bókuðum hljómsveitum er að finna á rásinni og auðvitað nýrri heimasíðu hátíðarinnar http://www.roskilde-festival.dk . Ef þú ætlar að fara en hefur ekki keypt þér miða inná svæðið, þá skaltu hafa hraðann á því aðeins eru örfáir miðar eftir hérlendis eða c.a 50 stk. Þá er hægt að nálgast hjá Vista Exchange sem rekur einnig netverslun á slóðinni http://www.exit.is . Verð á miðum eru eftirfarandi:
Miði og tjaldstæði frá miðvikudegi 25. júní kostar 12.800 kr. Miði og tjaldstæði frá sunnudegi 22. júní kostar 14.200 kr.
Hátíðin hefst fimmtudaginn 26. júní kl. 17.00

Með von um að sjá sem flesta á rásinni og að sjálfsögðu hátíðinni sjálfri,

Slicker ;o)