Jewel Já, söngkonan Jewel er ansi skemmtileg. Hún skrifar tónlistina sína sjálf og spilar á gítar. Tónlitin hennar er svolítið country, svolítið svona rólegt og ég elska diskana hennar. Þeir svona róa mann frá öllun poppi og rokki í heiminum. Maður fer svona niður á jörðina eða upp í himinn þegar maður hlustar á hana… eða hvað, ég veit ekki.
Allavega hér eru smá … eða svoldið miklar upplýsingar um hana.

Jewel Kilcher fæddist þann 23. maí 1974 í Utah í Bandaríkjunum, en ólst upp í bænum Anchorage í Alaska. Pabbi hennar Atz og mamma hennar Nedra Carroll voru tónlistarfólk og ferðuðust þau því mikið. Jewel og bræður hennar tveir ferðuðust með þeim í hjólhýsi um Bandaríkin. Þegar hún var sex ára þá lærði hún að jóðla af pabba sínum.

Foreldrar Jewel skildu þegar hún var átta ára. Hún fór þá og bjó með pabba sínum og bræðrum í Homer í Alaska. Jewel fann ró í að skrifa og skrifaði um tilfinningar sínar í ljóðum og fl. Þegar hún varð unglingur naut hún sér best þegar hún var á sviði með pabba sínum á börum, hótelum og fl.

Þegar hún var fjórtán ára, gerðist nokkuð sem breytti lífi hennar, hún var „ættleidd“ í svokallaðann indíánaættbálk, Ottawa að nafni. Frændi hennar kenndi henni að talað mál var einungis dýrmæt gjöf og að hún hafði fengið þessa dýrmætu gjöf til að sýna heiminum hvað í henni bjó.

Einu ári síðar, var Jewel spurð hvort hún vildi koma fram ein í fyrsta skiptið, í þætti sem hét „End Of The Road Show.“ Mamma hennar æfði með henni mjög mikið þangað til hún kunni lagið „Somewhere Over The Rainbow.“ Og þegar hún söng fyrir allt fólkið í þættinum, sem var í janúar árið 1989 segist hún hafa fundið rödd sína. Að syngja var eitthvað sem hún vildi halda upp á oftar.

Þegar Jewel var í framhaldsskóla var hún að láta drauma sína rætast. Hún var í söngskóla og söngkennarinn hennar kynnti fyrir henni óperu og sönghæfileikar hennar urðu betri og betri. Henni fannst líka gaman að mála, hlusta á tónlist og dansa. Henni fannst líka mjög gaman að leika. En skólinn leyfði ekki söngnemendum að leika í leikritum á vegum skólans. En sterki vilji hennar kom henni í prufu. Henni gekk vel og fékk aðalhlutverkið í leikritinu „Spoon River Anthology.“ Hún var svo góð að skólinn fór að leyfa söngnemendum í leiklistarhópinn.

Þegar hún útrkrifaðist árið 1992 flutti hún til San Diego í Kaliforníu til að búa með mömmu sinni. Hún fékk sér vinnu sem þjónustustúlka en hún talaði svo mikið við viðskiptavinina og var ekki nógu dugleg þannig hún var rekin. En eftir það vildi hún ekki fara aftur að vinna svo hún var atvinnulaus og vissi ekkert hvað hún átti að gera. Þá ákváðu þær að selja íbúðina og ferðast í sendiferðabíl. Þær voru fátækar og áttu aðeins fyrir hnetusmjöri, gulrótum og fleira í þeim dúr. Jewel settist niður með gítarinn sinn og byrjaði að skrifa lög. Lögin voru frá hjartanu, um lífið hennar, þá sem hún hitti, um sársaukann sem hún sá í öðrum og gleðina sem hún vildi deila með öðrum.

Svo hitti hún einn daginn söngvara, sem hét Steve Poltz og hljómsveitin hans, „The Rugburns.“ Þau urðu fljótt vinir og Steve hjálpaði henni með lögin hennar. Hann hjálpaði henni líka með stílinn sem hún skrifaði með húmornum og fleira. Jewel og Steve skrifuðu saman „You Were Meant For Me“ og þar birtist Steve í myndbandinu við lagið.

Síðan þá hefur hún gefið út þrjár plötur, Pieces Of You, Spirit og My Way.

Þið kannist kannski við þessa grein því hún hefur verið á kasmír síðunni minni í svolítinn tíma ;) Skrifaði þetta fyrir nokkrum mánuðum.