Ég gat ekki setið á mér eftir að hafa horft á þessa “hátíð”. Þó svo að ég verði að viðurkenna það að ég sé kannski ekki mjög víðsýn á tónlist, þá finnst mér að þegar svona verðlaunaafhendin fer fram þá þurfi að taka fram allar tegundir tónlistar sem hefur komið út á árinu sem leið. Þess í stað er búið að búa til fjóra flokka held ég, þ.e. klassísk tónlist, jass tónlist, popp tónlist og ýmis tónlist.
Ýmis tónlist já það er nú ansi breiður hópur. En segið mér hvar sáuð þið alvöru rokk eða raftónlist? Tilnefningar til handa þessum tónlistarstefnum voru af mjög svo skornum skammti. Persónulega sá ég bara 3-4 tilnefningar sem ég hefði kannski sett á minn eigin lista: Ensími, Singapore Sling, Búdrýgindi(sem áttu fyllilega skilið að vinna sín verðlaun) og Sigur Rós. En Sigur Rós eru nú samt öruggir með að vera tilnefndir til þessara verðlauna svo lengi sem þeir gera e-ð á árinu, vegna þess að það virðist vera sem Íslendingar séu svo mikil snobbhænsni að þeir ná ekki upp í nefið á sér. Ég tek bara dæmi eins og Leaves, sem mér finnst vera bara svona meðal hljómsveit, skárri en Írarfár en ekki nógu góðir til þess að fá alla þessa svakalegu athygli og umfjöllun, bara af því að Íslendingar eru vissir um að þeir séu að fara að meika það í útlöndum.

En jæja hvað fannst ykkur, ætti ekki a.m.k. að bæta nokkrum flokkum við? Eða leggja þetta niður?