Eva Cassidy Ég var í bíltúr með elskulegum foreldrum mínum í dag. Það var stillt á útvarpið og örugglega á Rás 2 eða eitthvað álíka. Ég hlusta nú ekki mikið á þá rás en í rauninni hlusta ég ekki mikið á útvarp. Bara svona stundum. Svo kom lag og ég kannaðist alveg við það en bara í annarri útgáfu. Það hét Time After Time. Ég man eftir að hafa heyrt það í myndinni Romy and Micheller Highschool Reunion. En þarna var það, já rólegra, svona acoustic vergion og hún sem söng lagið var söngkona að nafni Eva Cassidy. Já, nafnið festist alveg í huganum og svo var sagt að þessi söngkona hefur selt plötur í milljóna tali og var m.a. uppgötvuð á sjónvarpsstöðinni BBC.

Svo kom ég heim og fór beint á KazaA og náði í lagið. Alveg elska þetta lag og náði í annað lag líka með henni Evu Cassidy, The Letter. Það er líka nokkuð gott og var ég svona að spá í hvort þið kannist við þessa söngkonu? Kannski kannist þið alveg við hana og teljið mig vera alveg úti að aka að kannast ekki við hana en bara spyr.

Ég fór síðan á Yahoo.com og leitaði mér upplýsinga um hana. Svo stóð bara að hún dó árið 1996, 33 ára gömul. Þá svona skildi ég að ég kannaðist ekkert við hana því ég er 15 ára og var 9 ára þegar hún dó.

En ef þið þekkið hana endilega segið mér meira frá henni ;)