Ég hef verið mikið andvaka síðustu nætur og þá er oft lítið að gera annað en að.. jú hanga á netinu eða flakka milli sjónvarpsstöðva og þá verða oft tónlistarstöðvar fyrir valinu.

Ég hef þannig tónlistarsmekk að lítið sem er sýnd á þessum stöðvum vekur áhuga minn, þó mest á Skjáeinum sem eru duglegir við að sýna íslensk myndbönd (auðvitað ekki öll góð þó) og fleira.

Popptíví hinsvegar er eins og margir hafa eflaust tekið eftir komnir með eitthvað kerfi þar sem maður verður að senda 99 króna sms ef maður vill velja lag til að það komist í spilun. Einnig er þarna eitthvað sms-spjallborð þar sem fólk kýs að reyna við hvort annað fyrir 50 krónur á hvert sms í staðinn fyrir að gera það ókeypis á ircinu.. eða jafnvel tala við fólk…

Allavega, þetta kerfi verður til þess að “forritað fm pakk” (afsakið orðalagið) eru gjörsamlega allsráðandi. Lög eru spiluð með eins laga millibili og alltaf eru þetta sömu lögin. Því sjáið til, fólk sem hefur gaman að öðruvísi tónlist en er venjulega spiluð á popptíví (eins og t.d. ég) er ekki að fara að eyða 99 krónum í eitt attkvæði fyrir lag sem því finnst skemmtilegt. Engu að síður getur vel verið að það séu margir í sömu aðstöðu og ég, að hafa ekki gaman af popptíví en hefðu þó gaman að því að öðru hvoru kæmu lög að þeirra skapi.

En þetta er svona alla nóttina..

Væri ekki hægt að gera þetta aðeins fjölbreyttara? jafnvel hafa blandaðari tónlistarstefnur, jafnvel þátt sem spila alternative tónlist.. ég skal stjórna honum… allavega væri gaman að geta séð einhversstaðar myndbönd sem eru manni að skapi.

Ég geri mér grein fyrir því að þetta kerfi sé bara svona “lýðræði” það sem fólkið vill rugl, en er það það? er ég sá eini sem vonar að eitthvað breyttist en geri mér grein fyrir því að ég er ekki að fara að gera það með 100 króna smsi..

Vinsamlegast svarið ekki með óþörfu skítkasti, nema þið séuð fífl… þá er það í lagi :)