Coldplay í sínu feitasta formi í laugardalhöll! 19.Des mun líklega lifa mjög lengi inní mér vegna þess að það var DAGURINN. Það var (frekar kvöldið) sem ég fór á tónleika Coldplay-manna og það var kvöldið sem lét mig skilja tilgang lífsins og það er að njóta þess til hins ýtrasta. Tónlistin stóð fyrir sínu en þeir gátu betur og gerðu betur með sína magnaða sviðsetningu,- risa skjáir og öflug ljósasamsetning gerðu þessir tónleikar að því sem það varð. Snilldin mun þó vera þegar að Chris tók einn kafla af laginu Svefn-G-Englar með Sigur-Rós og djöfull var ég ánægður með þá,- enda er ég THE Sigur-Rós aðdáandinn!
Ég held að fáar hljómsveitir eiga eftir að geta komist nálægt því að toppa þessa skemmtun sem Coldplay veittu okkur,-
í endanum vil ég bara þakka Coldplay fyrir “okkur” sem voru mætt þar á staðnum……
Guð elskar þig,- en Djöfullin elskar þig meira