KK - Paradís Mig langaði bara að segja ykkur að nýji diskurinn með KK - Paradís - er virkilega góður!

Ég þurfti að hlusta á hann tvisvar þrisvar til að samþyggja hann því að mér fannst einhvernvegin of mikið lagt í hann. Hingað til hef ég fýlað KK út af því hve “hrár” og “strait-to-the-point” hann er. Tónlistin hefur oftast bara eðlileg og tekin upp eins og hann myndi spila live, en þessi plata er aðeins meira unnin í stúdíói en kemur sem betur fer bara þokkalega vel út!

Ég vona samt að hann þróist ekki meira út í þetta að spila svona “mikið unna” tónlist heldur fari frekar aftur í þetta hráa venjulega sem hann gerði svo gott með.

Sem dæmi: Skv. því sem KK sagði í þættinum hjá Jóni Ólafs (Af fingrum fram) þá var lagið Lucky one eiginlega bara óvart. Hann var bara að fíflast á gítarnum með hálf kláraðann texta þegar strákarnir í kringum hann (tromur osfrv) fóru að spila með honum… Geggjað! Bara eitthvað sem alvöru tónlistamenn geta gert..!

PS. Veit einhver hvar maður getur fengið upplýsingar um KK t.d. hvar hann sé að spila næst og svo framvegis??

Kveðja,
KK fan#1
kv, Andri