um Sigur Rós Skrifaði ritgerð um Sigur Rós um daginn.. Langaði að setja það hérna inn.. Ef þið nennið að lesa þetta..

Inngangur
Er ekki ótrúlegt að íslensk hljómsveit sem syngur á íslensku og svokallaðri „vonlensku“, spilar óvenjulega tónlist en ekki eitthvað popp, og kveður rímur; sé að „meika“ það í útlöndum? Þeir Jónsi, Kjarri, Goggi og Orri í Sigur Rós eru einmitt í þessari stöðu. Þeir eru orðnir heimsfrægir, halda tónleika í útlöndum fyrir fullu húsi af fólki sem skilur ekki orð í textunum við lögin þeirra, sem eru oftast róleg og draumkennd. Þeir eru brautryðjendur í tónlist og hafa veitt heimsfrægum og virtum hljómsveitum eins og Radiohead og Metallicu innblástur í tónlistar sköpun sína hversu ótrúlegt sem það kann að virðast.

Byrjunin
Vinirnir Gústi og Goggi kynntust Jónsa í Iðnskólanum og stofnuðu með honum hljómsveitina Sigur Rós árið 1994, sama dag og systir Jónsa, Sigurrós, fæddist í heiminn, og er hljómsveitin nefnd eftir henni. Gústi fór á trommurnar, Goggi spilaði á bassa en Jónsi á gítar. Hann fór líka að syngja því hvorugur hinna gat sungið. Fyrst í stað var hún reyndar kölluð Victory Rose, sem er auðsjáanlega bein þýðing á nafninu en því var síðar breytt í Sigur Rós um það leyti þegar þeir fóru að taka upp fyrstu plötuna sína, Von. Seinna bættist Kjarri (píanó, gítar, hljómborð og þverflauta) í hópinn. Eftir að hafa tekið upp plötuna Ágætis byrjun yfirgaf Gústi, trommuleikari hljómsveitina og fór að læra grafíska hönnun. Um svipað leiti og þeir öðluðust vinsældir. Það var næstum endirinn á hljómsveitinni en þeir sem eftir voru ákváðu síðan að halda áfram og fengu Orra inn í sveitina til að fylla upp í gatið sem Gústi skildi eftir sig á trommunum og var þá sveitin mönnuð eins og hún er í dag.

Sérstæð tónlist
Sigur Rós spilar einstæða og óvenjulega tónlist. Því vekur það athygli að þeir nota venjuleg hljóðfæri við tónlistarsköpun sína, þ.e.a.s. gítar, bassa, trommur, hljómborð o.þ.h. Eitt sinn fékk Gústi knéfiðluboga í afmælisgjöf og Georg fór að reyna að spila með honum á bassann sinn, sem hljómaði vægast sagt illa að þeirra áliti. Þá fékk Jónsi að prufa hann á gítarinn sinn og það hljómaði miklu betur. Síðan hefur Jónsi spilað mikið á gítarinn með fiðlu- eða knéfiðluboga á tónleikum, sem þykir mjög sérstakt og tilraunakennt. Svo er það málmgöllin sem þeir spila á í laginu Ný batterí. Það er frá henni að segja að þeir hirtu hana af götu niðri í bæ þótt greinilega hafi verið keyrt yfir hana. Þeir fóru að gera tilraunir með málmgjöllina og upp frá þeim spannst þetta lag.
Það er ekki auðvelt að flokka tónlistina þeirra í einn sérstakan flokk. Flestir sem spá eitthvað í tónlist eru þó sammála um að hún sé mjög falleg og róandi.

„Í rauninni eru ótrúlegar andstæður í tónlist Sigur Rósar, sum lögin eru undursamlega björt og róandi og falleg á meðan önnur eru yfirþyrmandi drungaleg og þunglyndisleg en alltaf falleg,“
(Trausti Dagsson. http://www.myrkur.is/sigurros.htm).

Plöturnar
Það hefur komið mörgum á óvart að Von, fyrsta breiðskífa þeirra, sé í rauninni sú fyrsta, hún sé svo góð og óvenjuleg. Þeir byrjuðu að taka hana upp árið 1995 í stúdíó Hvarfi og stefndu að því að klára hana um jólin. En þeir áttu ekki mikla peninga fyrir stúíótímum þannig að upptökurnar gengu hægt. Eigandi stúdíósins gaf þeim þó nokkra tíma fyrir að mála stúdíóið en það entist ekki nógu lengi og plötunni seinkaði síðan enn meira þegar Georg fór í kvikmyndanám. Platan kom ekki úr fyrr en um 1997. Flest lögin á plötunni eru sungin á íslensku þó það hafi komið til umræðu að hafa hana á ensku. Nokkur lögin eru þó sungin á „vonlensku“ en það er bullmálið sem Jónsi syngur við þau lög sem ekki er búið að gera texta við og er hálfpartinn kallað í gríni eftir fyrsta laginu sem hann söng það í, Von.
Eftir Von var gerð „remix-“ plata sem inniheldur lög Sigur Rósar endurgerð af ýmsum íslenskum tónlistarmönnum, m.a. Gus gus og Múm og svo auðvitað Sigur Rós sjálfa. Auk þessara laga er eitt upphaflegt lag eftir þá, (Leit að lífi) sem komst ekki á Von og var því sett á þennan disk. Þessi plata kallast Von brigði eða Recycle bin.
Önnur breiðskífan þeirra sem þeir gerðu var nefnd Ágætis byrjun. Nafnið kom til þegar þeir spiluðu fyrsta lagið sem þeir höfðu tekið upp fyrir plötuna, fyrir vin þeirra. Honum líkaði lagið mjög vel og sagði: „Ágætis byrjun“ og var platan og lagið skýrt eftir því. Þessi plata hefur fengið frábæra undirtekt hérna á Íslandi sem og erlendis, enda hefur salan hérlendis náð 15.000 eintökum. Hún fékk m.a. Shortlist verðlaunin frá útgáfusamsteypunni Virgin og var samróma valin besta plata 20. aldarinnar á Íslandi af fólkinu í landinu og „bransaliðinu“. Von komst einnig á þennan lista og hafnaði í 42. sæti.
Eftir að hafa gefið út Ágætis byrjun hjá útgáfufyrirtækinu Smekkleysa fengu þeir mörg tilboð frá erlendum útgáfufyrirtækjum um samning fyrir nýja plötu. Þeir tóku tilboði Fat cat þó mörg önnur fyrirtæki hafi boðið meiri peninga en þeir kusu þann samning sem veitti þeim mest frelsi til listsköpunar og fá því að hafa lögin eins og þeir vilja. Um þessar mundir eru þeir að vinna í stúdíói að breiðskífu sem mun innihalda 8 lög. Þau eru sögð vera rokkaðri en lögin á Ágætis Byrjun og meira eins og flutt á tónleikum. Hvorki lögin né diskurinn munu bera nafn og lögin verða textalaus og sama á við um bæklinginn sem disknum fylgir. Þeir hugsa þetta þannig að hlustandinn geti túlkað tónlistina eins og hann vill og fullkomnað hana á sinn eigin hátt með því að finna sína eigin texta við lögin og skíra þau ef hann vill. Mikil duld ríkir yfir útgáfunni og fólk býður eftir disknum með óþreyju um allan heim. Víðs vegar um Reykjavík hafa líka fundist dularfull myndverk sem hafa verið tengd við nýju plötu Sigur Rósar. M.a. á hljóðmúrnum bak við Hljómalind. Á þeirri mynd má sjá barnið sem virðist vera merki disksins og „nafn“ hans, ( ), eða „auður svigi“ eins og hann er venjulega kallaður í rituðu máli.

Áhrif á aðrar hljómsveitir
Eins og ég sagði áðan hafa stórar hljómsveitir eins og Radiohead og Metallica fengið innblástur úr tónlist strákanna í Sigur Rós. Eftir að hafa farið á tónleika Sigur Rósar í San Francisco trommari Metallicu, Lars Ulrich, þeim bréf sem hljóðar svona:

“Thank you, thank you, thank you! We are in the studio right now struggling to make some sort of album. I\'m going to go back after this completely inspired.”
(Insideronline. http://www.insiderone.net/reports/report0118.html).

Það yrði þýtt eitthvað á þessa leið: „Takk, takk, takk! Við erum núna að vinna í stúdíói að basla við að gera einhverskonar geisladisk. Ég mun snúa aftur til þess eftir þessa tónleika gersamlega fullur innblástrar.“ Þetta var kannski ekki langt bréf, en sagði allt sem þurfti að segja um áhrif strákanna í Sigur Rós á hann.
Svo hefur Thom York í Radiohead sagt að Sigur Rós hafi haft mikil áhrif á tónlistina þeirra þegar þeir voru að gera Kid A.
Lög með þeim hafa líka heyrst í bíómyndum, t.d. Englar Alheimsins og Vanilla Sky auk nokkurra annarra mynda. Það var ekki búið að gera Njósnavélin í stúdíóútgáfu þegar myndin var gerð svo útgáfan sem er í myndinni er tónleikaupptaka af Hróaskelduhátíðinni í Damnörku í júní 2000.


Lokaorð
Strákarnir eru orðnir mjög frægir um allan heim fyrir þessa einstöku tónlist sína og ferðast um heiminn til að spila fyrir fjölda aðdáenda þrátt fyrir óvenjulega tónlist. En líklegast er það þó frumleikinn sem þeir hafa fram yfir flestar aðrar hljómsveitir. Svo eru margir sem vilja ekki gefa tónlist Sigur Rósar tækifæri og standa fast á því að þetta sé leiðinleg og langdregin tónlist og ég verð að játa að ég uppgötvaði hana ekki fyrr en ég fór að skrifa þessa ritgerð, þó að ég hafi oft áður heyrt lög með þeim. Og ég er ánægð með það, synd að láta fram hjá sér fara eins góða hljómsveit og þessa, og þá sérstaklega vegna þess að hún er ein af fáum íslenskum hljómsveitum sem hafa orðið frægar á heimsmælikvarða.

Fékk helstu heimildir úr
Smell
Undirtónum
www.sigur-ros.co.uk
og svo nokkrum öðrum heimasíðum…

Takk takk,
Kv. Flugkisan
FluGkiSan!!!