Ég ætla að fjalla smáveigis um jólapakkan í ár. (þótt að ég viti nú reyndar ekki mjög mikið um þetta)

Það eru til allveg rosalega mikið af bose kerfum….og allt fer þetta jú eftir því hvað maður á mikinn pening. Ódýrasta lausnin er mjög sniðug og var ég td. að framhvæma hana ;) en þá kaupir þú bara hátalrana en ekki sjálfar græjurnar. Þeas, bassabox og 2 hátalara. (en þá verður þá að vísu að tengja þá við magnara) Þessir 2 hátlarar eru í raun 4 því að það liggja svona 2 og 2 sama í sitthvorra áttina. Þetta er svona sértakt kerfi sem heitir “direct/reflecting technology” það virkar þannig að þá er 1 hátalarnum beindur að veggnum svo það myndast stereo í öllu herberginu, ss. all svakalegt surround!!

Svo eru það bassaboxin sem eru geðveik, styllir þeim auðvitað fyrir aftan sófann. Bose hefur líka þetta frábæra útlit, littla hátalara sem er nánast hægt að fela hvar sem er í herberginu. Svo þú getur komið mönnum mjög á óvart með að fela þá víðsvegar um herbergið :)
Svo kemur það sniðugasta af öllu sniðugu….fjarstýringin. Hún notar svokallaðar FM bylgjur svo þú getur notað hana hvar sem er í húsinu og jafnvel leigið í sólbaði úti og hækkað í Metallica inní stofu. Svo er þetta auðvitað mjög tært sound og svoleiðis.

Já svo eru það gallarnir…ehh ja hann er nú víst bara 1 og er það verðið!!! ef við tökum sem dæmi dýrasta kerfið sem hægt er að fá á íslandi er það í kringum littlar 570þ kr. en þá ertu líka komin með heimabíó dauðans þar sem þú getur verið að púsla 24 hátölurum í herbergið þitt og bassabox sem nágrannarnir verða ekki ánægðir með :)

Ráðlegg öllum að fara að safna því að þetta er víst hin hreinasta snilld!! allaveganna er ég farinn heim í sófa að horfa á “lotr” í mínum fallegu bose græjum.

ps. ekki bögg út af stafsetningunni ;)