Jewel - smá fróðleikur :) mig langar aðeins að segja ykkur frá uppáhaldssöngkonunni minni, Jewel :)

Jewel Kilcher fæddist þann 23 maí, 1974 í bænum Payson í Utah.
Hún ólst upp í bænum Anchorage í Alaska með foreldrum sínum og 3 systkinum. Hún átti einnig yngri bróðir sem lést aðeins 9 mánaða gamall.

Hún ferðaðist mikið með foreldrum sínum, alveg frá 6 ára aldri, þar sem þau skemmtu á börum og og skemmtistöðum. Hún gekk aldrei í skóla, var aðeins heimalærð.

Foreldrar hennar skildu árið 1982, en hún bjó hjá föður sínum þar til hún varð 17 ára. Heimilið var ekkert til að hrópa húrra fyrir, ekkert vatn eða rafmagn og klósettið var staðsett úti, sem kamar. Reyndar bjó hún einnig í stuttan tíma hjá frænku sinni á Hawaii, þegar hún var tólf ára gömul.
Hún hélt áfram að ferðast þrátt fyrir ungan aldur og hennar helsti ferðamáti var að ferðast á puttanum.

Jewel fékk skólastyrk sem greiddi 70 % af framhaldsskólanámi hennar, þar sem hún gekk í listaskóla í Michigan. Hún tók þátt í leikritum og fór að spila á gítar og semja sín fyrstu lög.

Eftir útskrift var hún ekki viss hvert leiðin ætti að liggja svo hún endaði hjá móður sinni í San Diego. Þær höfðu ekki mikið milli handanna og enduðu með því að búa í bílunum sínum. Jewel áhvað að nota listina til að vinna sér inn pening og fór að vinna við að syngja og spila á kaffihúsum borgarinnar. Það eina sem hún studdist við var gítarinn hennar og tónlist sem hún samdi sjálf.

Fljótlega fóru útgáfufyrirtæki að heyra um þennan hæfileikaríka ungling og þann 28 febrúar árið 1995 gaf hún út plötuna pieces of you. Platan var ekki mikið seld til að byrja með þar sem Jewel gekk ekki að fá tónlist sína spilaða í útvarpi. En það fór fljótlega að ganga vel og var henni boðið að koma fram hjá m.a. Jay Leno og David Letterman.Árið 1996 var hún tilnefnd sem besti nýji listamaðurinn á MTV.

Árið 1997 sprakk allt. Hún vann fjölda verðlauna, t.d. “best new artist” hjá American Music awards, “best female artist” hjá mtv og var einnig tilnefnd til grammy verðlauna. Platan hennar, Pieces of you var næst söluhæsta platan í USA á eftir Spice Girls.

Árið 1998 gaf hún svo út sína fyrstu bók, sem var ljóðabók og bar nafnið “A night with armor”. Hún fór einnig út í kvikmynda buisnessinn í myndinni “Ride with the devil” árið 1999. Það ár gaf hún út aðra plötu sína, “Spirit” og ferðaðist vítt og breitt á tónleikaferðalögum.