Komiði sælir notendur.

Hingað inn vantar stjórnanda svo endilega sem flestir sækja um. Hæfniskröfur eru eftirfarandi:

- Umsækjandi þarf að vera orðið að minnsta kosti 16 ára Ekki verra ef hann hefði einhverja reynslu af mótorsporti (lýsandi, keppandi o.s.frv. (Ekki möst þó)
- Umsækjandi þarf að hafa áhuga og metnað til að betrumbæta áhugamálið með nýju efni
- Umsækjandi þarf að hafa sent inn grein/ar sem sýna fram á að viðkomandi sé ágætis penni
- Umsækjandi þarf að hafa sæmilegt vit og mikinn áhuga tengt umræddu áhugamáli
- Umsækjandi þarf að koma reglulega inn á áhugamálið til fylgja eftir daglegri starfsemi


Flest þessara atriða þurfa að vera uppfyllt. Endilega prófa að senda inn og sjá svarið. Eflaust hægt að hliðra aðeins til með hæfniskröfurnar.

Ef þú telur þig uppfylla öll fyrrnefnd atriði og langar til að sækja um skaltu fylgja eftirfarandi tengli og fylla inn nauðsynlegar upplýsingar:
Sækja um sem stjórnandi á Huga

Þér verður gert viðvart innan 15 daga hvort þú verður samþykktur sem stjórnandi eður ei.

Hafa skal það í huga að hlutverk stjórnanda áhugamáls einskorðast ekki bara við að samþykkja/hafna efni og ritstýra korkum. Þess er líka krafist af stjórnendum að þeir reyni að virkja áhugamálið eftir bestu getu.Kærar þakkir,
Aiwa