Í dag á gokart brautinni í Reykjanesbæ var tilkynnt smíði á glænýrri og glæsilegri kappakstursbraut fyrir mótorsport áhugamenn. Toppurinn mun annast hönnun ásamt öðrum mjög reyndum hönnuðum og sérfræðingum, hönnuði F1 brautarinnar á Dubai, Clive Bowen, meðal annara. Lóðin sem hefur verið úthlutuð af Reykjanesbæ er 370 hektarar að stærð og kjörin fyrir verkefni eins og þetta.
Áætlunin er að koma á fót fjölnota akstursíþróttasvæði og einnig heilu hverfi með hótelum og íbúðarhúsum. Þetta allt saman mun veita allt að 300 manns á svæðinu atvinnu.

Brautin sjálf verður 4.2km á lengd og verður keyrð rangsælis, sem mun með sérstökum búnaði geta keyrt tvær brautir í einu, ein 2.1km á lengd en hin 2.2km. Svæðið verður hægt að nota til að þjálfa nýja ökumenn, keyra kvartmílu, halda gokart keppnir á 1.2km braut og nýta í keppnir fyrir margar gerðir utanvegs akstursíþrótta eins og t.d. torfæru og motocross.

Meira um brautina og nýjar fréttir eru aðgengilegar á vefnum http://icelandmotopark.com
Kv. Pottlok