Þar sem það vanntar áhugamál um vélseða verð ég víst að senda þessa grein hingað á hugi.is/mótorsport.

Ég ætla að lýsa fyrir ykkur hvernig ég ætla að breyta gamla hrakinu mínu í snilldar cruiser! Ég á Ski-Doo Skandic 1983(held ég). Litirnir eru Yellow/black búin að upplitast í appelsínugulann og hann er ógeðslega ljótur. Ég keypti hann í fyrra og keyrði hann soldið á Laugarvatni en stefni á að koma með hann í rvk!

Það sem mér langar að gera er að sprauta hann þannig að hann verði black/black eða red/black ætla bara að sjá til. Setja plexígler fyrir ljósið, neonperur undir riflurnar á húddinu og þar sem smellurnar á húddinu eru við lappirnar. Ég ætla að smíða mér chopper stýri og kannski skrúfa beltið :P og ef þið eruð með aðrar hugmyndir endilega póstið þær. Er að bíða eftir digital myndavél til að geta tekið þetta upp og sett á netið.

Ég ætla líka að setja áskorun hér á stjórnendur huga.is um það að stofna áhugamál um vélsleða. Þið sem eruð fylgjandi því getið sent mér email með huga.is nicki og þá set ég ykkur á undirskriftalista