Ég keypti mér vélsleða fyrir stuttu. Þetta er gamall SKI-DOO scandic. Ég var að keyra hann í fyrsta skipti, var ekki búinn að vera á honum nema í sona 2 tíma þegar þessir kúplingarkubbar fóru. Þetta eru litlir kubbar sem eru á tannhjólunum í skiptingunni. Ég var helvíti svekktur en er búinn að kippa þessu í lag. En það sem mér fannst mest pirrandi var verðið á varahlutum þar sem maður var frekar blankur eftir sleðakaupin, reim 6 þús. en hins vegar átti ég sona kubba úr safari, en þeir uppi í umboði neituðu að skipta á sléttu. :|