Þá er fyrsta rall sumarsins á næsta leyti og aldrei áður hafa jafn margir bílar átt möguleika á toppsæti þannig að keppnin verður án efa stórkostleg.

Betri upplýsingar er að finna á www.motorsportklippur.net

Farið verður af stað á föstudagskvöldið næstkomandi og ræst inn á fyrstu sérleið kl. 19 en það er innanbæjarleið í Hafnarfirði, leiðin er malbiksleið, eitthvað sem íslenskir ökumenn eru alls ekki vanir, þó svo að það hafi færst í aukana síðastliðin ár að ekið sé á malbiki.

Í þessu rallý verða eknar nokkrar leiðir á malbiki, Hafnarfjörður er ekinn í tvígang fyrsta daginn og Hengilsleið er ekin daginn eftir, þessar leiðir eru báðar 100% malbik.

Lyngdalsheiði, (leiðin milli Þingvalla og Laugarvatns) verður síðan ekin fjórum sinnum á laugardagsmorgun og það er því frábært tækifæri fyrir fólk að koma og fylgjast með rallý án þess að þurfa stöðugt að flytja sig milli staða (ég set hér kort sem sýnir góða staði til að leggja og fylgjast með).
Lyngdalsheiði - kort yfir góða staði