Jæja nú er farið að styttast í Bíladagana sem eru haldnir 15 til 17 júní. Ég held nú að flestir bílaáhugamenn ættu að kannast við hvað Bíladagarnir eru. Ég ætla að renna yfir dagskránna í ár og segja ykkur frá verði og staðsetningu og svo framvegis.

Bíladagar Bílaklúbbs Akureyrar byrja með látum á föstudagskvöldið með Burnout keppni kl 22:00. Keppninni sem verður á Akureyrarvelli í ár.
menn voru eithvað að kvarta yfir að hafa ekki séð nógu vel í fyrra þegar keppninn var haldinn við Slippinn en nú eru stúkur og alles þarna svo allir ættu að sjá keppnina vel. Verðið inn á keppnina er 500 kr.

Þann 16 júní eða semsagt á Laugardeginum verður Olís götuspyrnan er haldin að venju á Tryggvabraut eða semsagt við Olís stöðina. Tímatökur byrja kl 18:00 og er verðið inn á keppnina 1000 kr.

Sunnudaginn 17 júní verður hin fræga Bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar fara fram í Boganum við Knattspyrnusvæði Þórs. Klúbburinn þurfti eftir margra ára dvöl á Oddeyrarskólasvæðinu að færa sýninguna einfaldlega vegna plássleisis. En eithvað hefur breyst með fyrirkomulagið með að koma með bílana á sýningarsvæðið og verður ekki hægt að koma með bílana um miðja nótt eins og einhverjir hafa verið að gera en það mun allt saman skýrast þegar nær dregur. Verð inn á sýninguna er 1000 kr.

Nýtt!!! Mótorhjólasýning Tíunar verður haldinn að mér skilst í Toyota húsinu á Laugardeginum kl 14:00 og er hún til styrktar móthjólasafni sem var lengi draumur Heidda heytnum.
nánari upplýsingar er að finna á www.tian.is

Eitt sem ég vil koma á framfæri með Bíladagana að nú er hægt að kaupa á Olístöðvunum armband sem gildir inn á allar keppninar og bílasýninguna.
Ég veit ekki allveg verðið á þessum armböndum en það gæti verið á kanski 2000 eða 1500 kr.

Einnig er hafinn skráning í þetta allt saman á www.ba.is

Akið varlega Norður og sjáumst svo vonandi öll á Bíladögum Bílaklúbbs Akureyrar.
Life is like a dogsled team. If you ain't the lead dog, the scenery never changes