Mótorsportið komið á RÚV LÍA og RÚV skrifuðu undir samning í dag um framleiðslu og sýningar á mótorsportþáttum fyrir árið 2006. Meginatriði samningsins eru;

1. 10 þættir verða sýndir á RÚV – sjónvarpi 2006, hver hálftími að lengd
2. Viljayfirlýsing er um framhald samstarfs árin 2007 og 2008
3. Sýningartími verður miðvikudagskvöld kl. 22:20, Endursýningar verða á laugardögum.
4. Sérstakur áramótaþáttur verður í desember, klukkutími að lengd
5. RÚV greiðir LÍA fyrir framleiðsluna en að auki mun LÍA í samstarfi við RÚV útvega kostendur til að standa straum af kostnaði við framleiðslu þáttanna.
6. Keppnishald LÍA og sýningar þáttanna verður kynnt í miðlum RÚV með kynningarstiklum og auglýsingum

7. Útsendingar mótorsportþátta 2006 verður eins og hér segir;
1. 17. maí
2. 31. maí
3. 14. júní
4. 5. júlí
5. 19. júlí
6. 9. ágúst
7. 16. ágúst
8. 30. ágúst
9. 13. september
10. 20. september

8. Á miðvikudögum þegar okkar mótorsport er ekki, er upphitun fyrir Formúlu 1 keppnir á RÚV. Þannig að alla miðvikudaga í sumar verður mótorsport á RÚV.

9. Það er ljóst að samningur þessi hefur náðst í höfn í framhaldi af mikilli vinnu stjórnarmanna í LÍA, sem hafa um árabil bankað á hurðir RÚV manna, og árangurinn nú er vegna þrautseigju valinkunnra manna sem hafa tryggt mótorsportinu sýningar í sjónvarpi undanfarin 15 ár og eiga þeir allir hrós skilið.

10.Allir sannir bílaáhugamenn taka sér frí og setjast niður og horfa á Mótorsport á RÚV klukkan 22.00 á miðvikudögum í sumar.


Fyrir hönd stjórnar LÍA
Garðar Gunnarsson
Kv. Pottlok