Mótorsport 2003 Mótorsportið 2003 var mjög skemmtilegt, ég ætla að renna yfir íslandsmeistara í Torfæru, Rally, Rallykrossi og Gokarti. Ég ætla að byrja á torfærunni.
Torfæran í sumar var mjög spennandi, Gísli Gunnar Jónsson var ekki með í sumar hann fótbrotnaði fyrir Hellulkeppnina en verður vonandi með á næsta ári. Haraldur Pétursson íslands og formula offroad open meistari frá því í fyrra barðist við Sigurð Þór Jónsson og Kristján Jóhannesson um Íslandsmeistaratitilinn. Halli Pé vann fyrstu keppnina með miklum yfirburðum en Stjáni í öðru sæti en þessi keppni fór fram í Jósepsdal. Önnur umferðin fór fram á Blöndósi og þar hafði Björn Ingi Jóhannsson sigur en vélin fór í bílnum hjá honum fyrir fyrstu umferðina en Siggi Þór lendi í öðru sæti og Halli Pé í 4 og Stjáni í 5. Þriðja umferðin fór fram á Hellu sem var rosalega skemmtileg barátta en Halli Pé vann Sigurð Þór með 7,5 stigum en Gunni Ásgeirs lendi í 3 og Stjáni í 5 sæti. Fjórða umferðin fór fram í Stapafelli og þar Sigraði Halli Pé í 3 sinn og tryggði sér titilinn því Sigurður Þór lendi í 7 sæti en Stjáni lendi í því 2. Fimmta umferðin fór fram í Jósepsdal þar skipti engu hvernig úrslitin væru nema fyrir Stjána og Sigga þeir voru að berjast um annað sætið í íslandsmótinu en Björn Ingi vann og Sjtáni í öðru og Halli Pé í 3 sæti. Halli Pé hlaut 42 stig Kristján 32 stig og Sigurður Þór hlaut 30 stig.

Í Götubílaflokki börðust Ragnar Róbertsson og Gunnar Gunnarsson og Gunnar hafði betur í fyrstu umferðinni en Rangar lendi í 3 í öðru sæti lendi Bjarki Reynisson. Í annari umferðinni sigraði Ragnar Róbertsson og Gunni Gunn lendi í öðru sæti. Í þriðju umferðini sigraði Raggi aftur og Gunni í öðru sæti en Gunni sigraði síðan í fjórðu umferðinni en Raggi lendi í öðru sæti. Í síðustu umferðinni mæti Raggi ekki hann var að keppa í örðu úti Bandaríkjunum þannig Gunnar Gunnarsson varð Íslandsmeistari.

Rallið á Íslandi var skemmtilegt þar voru Rúnar Jónsson og Baldur Jónsson að keppa við Sigurð Braga Guðmundsson og Ísak Guðjónsson. Bræðurnir höfðu betur í öllum keppnum og urðu Íslandsmeistarar en það var hörku baráttu í 2000 flokki þar voru að berjast Daníel Sigurðusson og Sunnvea Lind Ólafssdóttir og Hlöðver Baldursson og Halldór G. Jónsson. Daníel og Sunneva unnu fyrsta en Hlöðver og Halldór duttu út. í annari umferðinni sigruðu Hlöðver og Halldór en Daníel og Sunneva í örðu sæti og í þriðju umferðinni sigruðu aftur Hlöðver og Halldór og aftur urðu Daníel og sunneva að sætta sig við annað sæti. Í rally reykjavík sigruðu þriðju umferðina í röð Hlöðver og Halldór og enn og aftur voru Daníel og Sunnveva í öðru sæti en í síðustu keppninni duttu báðar áhafnirar út og Daníel og Sunneva urðu íslandsmeistar í 2000 flokki.

Í rallykross var lítil barátta en í 1600 flokki varð Kjartan Hallgeirsson íslandsmeistari en í 2000 flokki varð Hilmar Þráinsson.

Í Kartinu var hörku barátta í fyrstu keppninni vann Guðmundur Sigurðsson í öðru sæti Magnús Haukur Lárusson en Guðmundur mæti ekki í fleiri keppnir og Magnús var að lenda alltaf í bilunum þannig baráttan varð á milli Svövu Halldórssdóttur og Evu Arnet Sigurðurdóttur en að lokum varð Eva Arnet Sigurðurdóttir íslandsmeistari hún er þar með fyrsti kvenmaður sem verður íslandsmeistari í Gokarti þess má geta að það var einn 14 ára gamall sem var að keppa hann hét Kristján Einar Kristjánsson frá Garðabæ og stóð sig frábærlega.

Árshátið LÍA fór fram 7. nóvember og þá varð Gunnar Gunnarsson kjörin Aksturíþróttamaður ársins árið 2003.

Hvernig fannst ykkur Mótorsportið 2003

Takk fyrir mig
berge