Um daginn gerðist svo lítið óhapp ef svo má segja. Ég var að keyra á toyotunni hennar mömmu sem er ekki beint besti bíll í heimi (70hö - '88), en ég var að fara upp í skálholt á bretti. Nema það að það var lokað og ekkert skafað til að komast þangað upp eftir, ég viðurkenni að ég var fáviti að reyna þetta, en ég byrja að keyra upp og svo kemur svona lítil upphækkun í brekkunni eftir að maður keyrir inn á afleggjarann og þar er bara svell undir snjónum sem sást ekkert í, og bíllinn byrjar að spóla, ég reyni að skipta í “LOW” á sjálfskiptingunni en næ því ekki ( brettið fyrir stönginni) og bíllinn er stopp. Þá fyrst sé ég að það er ekki séns að ég komist þangað upp og ég byrja að bakka niður og lendi í því að bíllinn rennur bara þótt ég hafi verið á bremsunni bíllinn fer snýst um 90° sem var ekki nógu gott þar sem vegurinn er ekki breiður. Systir mín var í bílnum og orðinn skít hrædd. Ég sá þá að það voru 2 jeppar fyrir aftan mig (mitzubishi og nýji porche-jeppinn)og báðir með sleða-kerrur, systir mín hoppar út og fær fólkið í mitzubishinum að ýta bílnum þannig að hann réttist af því að ég þorði ekki að gera neitt þar sem ég sá bara ca. 60° grjótbrekku fyrir framan mig. En fínt með það þeir í jeppanum ná að snúa bílnum og ég þakka þeim fyrir það.
En á meðan að systir mín er að tala við fólkið rétt eftir að bíllinn minn snérist, fer þessi “kraftmikli” Porche jeppi að renna líka, nema hann er með snjósleðakerru sem dró hann aftur á bak, nema það að hann rennur út af veginum niður ca.4 metra langa bratta brekku og spólar og spólar. Þá ákvað ég að þetta væri nóg og ætlaði bara heim, keyrði ég framhjá þessum porche jeppa sem var með framhjólin hálfan metra upp í loftið. Sem betur fer var pallbíll fyrir neðan sem gat hjálpað honum.
Ég vildi bara segja frá þessu því að ég kvet engann að fara á svona druslum upp í skálafell, eða hreinlega út úr bænum.
92% of teens moved on to rap music. If your part of the 8% that stayed with rock, put this on your sig.