Endurocross í reiðhöllinni í Víðidal

Nítró og Vélhjólaíþróttaklúbburinn bjóða til mótorsportveislu laugardaginn 5. desember í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er fyrsta skipti á Íslandi sem keppt verður innanhúss í Endurokrossi þar sem hver hindrun verður áskorun!

Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur.
Nokkrir velkunnir reynsluboltar í sportinu hafa lagt fram krafta sína í hönnun á braut sem getur flokkast undir fjölbreytta eðalblöndu af enduro, trial og mótorcrossi. Keppendur geta því átt von á alls kyns spennandi hindrunum; staurabreiðum, stórgrýti, hleðslusteinahrúgum, risadekkjum, kubbagryfjum, vatnstjörn og mörgu fleira.

Hörð og spennandi keppni
Allir bestu torfæruhjólaökumenn landsins munu væntanlega mæta til keppni hungraðir að ná titli í þessari fyrstu keppni en áform erum að halda samtals þrjár svona keppnir í vetur ef vel tekst til með þá fyrstu. Keppt verður í riðlum og komast fyrstu menn í hverjum riðli áfram í lokariðillinn þar sem allt verður lagt undir. Búast má við harðri keppni og mikilli skemmtun enda verða áhorfendur mjög nálægt brautinni og hjólunum og ættu því nánast að finna fyrir átökunum á eigin skinni.

Undanrásir hefjast kl 14.00 á Laugardaginnog er miðaverð 1500kr fyrir fullorðna.