Spánarferð til Stefan Everts Ég og Heiðar skelltum okkur í æfingabúðir Stefan og Harry Everts frá 16-24 feb núna síðastliðinn. Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og var okkur kennt heilmargt sem mun koma sér vel. Brautirnar voru geggjaðar en fyrstu 2-3 dagana var reyndar rigning og töluverð drulla, en maður fékk bara meiri æfingu út úr því.
Manni leið bara eins og factory gaur þarna..það var bara mechanic sem sá um hjólið þitt og fékkstu það alltaf á nýjum dekkjum og tandurhreint tilbaka. Síðan fengum við oftast far með sjálfum Stefan Everts uppí braut og var það svolítið skrítin tilfinning að sitja bara með honum í framsætinu að chilla eitthvað og spjalla við hann. Mjög skemmtilegur náungi.
Ef þið hafið spurningar þá endilega spyrjið :)