Mig langar til að selja vespuna mína en ég er alls ekki viss hvað væri sanngjarnt verð fyrir hana. Tegundin er algjörlega óþekkt en vespan hefur þjónað mér vel í fjögur ár og þjáist bara af of lítilli notkun.

Yiying Lucky King 50cc, um 6 ára gömul.

Kostir:
o Fór í gegn um skoðun og viðgerð í haust - nýlegt kerti, nýbúið að laga flautuna og bensínljósin og fara yfir hraðamælinn.
o Glænýr rafgeymir - hleðslutæki fylgir með
o Medium hjálmur fylgir með
o Kostar minna en 1000kr að fylla tankinn - tankur dugar u.þ.b. 50km ef ekki meira
o Þarf bara bílpróf
o Sjálfskipt
o Létt og þægileg, 86kg. Auðvelt að koma henni fyrir.

Gallar:
o Ekin meira en 6000km alls
o Erfið í gang í frosti, eins og gengur með Kínavespur.
o Hraðamælirinn er eitthvað stirður vegna notkunarleysis (ætti að komast alveg í lag eftir meiri notkun, er mér sagt)
o Kostar um 6000kr í tryggingar á mánuði
o Kemst ekki mjög hratt - 45km/klst upp bratta brekku, 70km/klst niður brekku
o Yfirbyggingin er brotin í kring um bensínlokið (skiptir engu máli fyrir utan útlitið)

Mynd af þessari tegund: http://www.scooter125.net/images/yiying-yy50qt-blue.jpg

Getur einhver hérna gefið mér hugmynd um hvað ég gæti selt hana á, með eða án fylgihluta?

-Lísa