Sælir,ég er í smá vandræðum með suzuki ts hjól sem ég á.
Þetta er hjól sem er að flestu leiti í toppstandi og eg er búinn að eyða miklum tíma og peningum í að gera það upp seinustu 2 árin en nú er það virkilega farið að gera mig geðveikan.Málið er að það er hægt að draga hjólið í gang (ömögulegt að ýta því) og það þarf að vera búið að draga það á smá snúningi í svona 5-10 sek áður en að það hrekkur í gang.Þegar það kemst í gang snýst það frekar óreglulega á háum snúningi en samt er mög góður kraftur í því (það þjappar eins og nýtt) en svo drepur það allt í einu á sér og það getur alls ekki gengið í lausagangi ekkki heldur á innsoginu.

með von um einhver svör :)