Þannig eru mál með vexti að mamma mín vann nýlega skellinöðru í einhverju happdrætti. Hún er víst TMS retro, 50 kúpika og allt flott með það.

Við fengum hana í hús fyrir rúmri viku síðan og hún er strax orðin eitthvað leiðinleg, þótt það gæti verið okkur að kenna.

Ef hún er búin að standa lengi, s.s. yfir nótt, þá vill hún ekki fara í gang með venjulegum hætti (bremsa+starttakki+inngjöf) heldur þurfum við að sparka henni í gang.

Í morgun ætlaði ég á henni í skólann og fór út korter í. Ég byrjaði að sparka henni en sama hvað ég hamaðist vildi hún ekki fara í gang. Svoleiðis að ég gafst upp.

Síðar í dag reyndi bróðir minn að koma henni í gang og það tók hann heilar tuttugu mínútur!

Við leituðum að innsogi á henni en ef það er, þá finnum við það ekki.

Þessi týpa er framleidd í Kína.

Er eitthvað rangt sem við erum að gera eða er þetta bara skrýtin skellinaðra?