Gleðihelgi RR-AÍH Road-Race deild AÍH stendur fyrir mótorhjólahelgi á Rallýkrossbrautinni við Krísuvíkurveg 13. og 14. júní.

Gert er ráð fyrir að allir sem áhuga hafa geti prófað að hjóla á brautinni við í öruggu umhverfi.

Dagskráin fyrir helgina er eftirfarandi:

Laugardagurinn 13. júní.

10.00 - 13.00: Hippar
14.00 - 20.00: Lokuð braut fyrir félagsmenn RR-AÍH eingöngu. (RR/SM)

Sunnudagurinn 14. júní.

11.00 - 14.00: Vespur/Skellinöðrur/Pocket Bikes
14.00 - 18.00: Brautin opin fyrir öll hjól - skipt í hópa e. tegundum og getu.

Við viljum taka fram að hjól verða skoðuð, með öryggisatriði í huga, ss. dekk, bremsur, legur ofl. Hjólin þurfa ekki að vera á númerum. Einnig verða gallar og hjálmar skoðaðir.

Verð pr. dag:
Yngri en 16 ára kr. 500.-
Skráðir meðlimir í RR-AIH kr. 1.000,-
Aðrir: kr. 2.000,-