Sælir/Sælar

Ég er með Husaberg Fe400 á rauðum númerum sem mig langar mikið til að setja á hvít númer.
Hjólið sem slíkt er með allan þann búnað sem götuskráð hjól þarf til að bera.
Hins vegar fæ ég þau svör hjá umferðarstofu að ég fái ekki skráningarbreytingu á hjólið vegna mengunarákvæða. þ.e að hjólið standist ekki mengunarkröfur frá árinu 2002 og því ekki hægt að götuskrá hjól framleidd fyrir þann tíma.

Nú hef ég heyrt um menn sem hafa fengið slíkar breytingar í gegn en vantar sönnun þess svo ég geti farið og sýnt fram á fordæmi í þessu og höfðað til jafnræðisreglunar.

þannig að ef einhver þarna úti getur aðstoðað mig í þessu þá endilega skrifa línu :)