Var að pæla í að losa mig við nöðruna, frekar þreittur á kraftleysinu, var að pæla í að fá mér 250f krossara eða endouro hjól, ég er á 16 ári og langar í eitthvað til að leika mér á næsta sumar, var að pæla í að kaupa eitthvað í vetur.

Ef ég kaupi mér endouro hjól, get ég notað það í keppnum eða á brautum og alles? Er að pæla upp á það að geta notað það á götum þegar ég er kominn með prófið og taka bara þangað til númeraplötuna og það drasl af.

Síðan er það spurning um hvernig þetta gengur fyrir sig, eru eitthverjar æfingar sem maður getur mætt á eða eikkað? Hversu oft eru eitthverjar keppnir?

Og það síðasta, hvernig kemur maður hjólinu niður í braut, er að hafa mestar áhyggjur af því, hann gamli nennir ekki að skutla mér neitt, á tvo (eldri) frændur sem eru í þessu en það væri frekar sjaldan að ég færi með þeim, hvernig er hægt að komast á þessi svæði? Það er ekki bara hægt að hjóla þetta er það? Á heima í Garðabæ. Fæ ekki bílpróf fyrr en í nóvember þarnæsta :/.