Vélhjólaíþróttaklúbburinn mun í sumar, í fyrsta sinn, standa fyrir nýrri þolaksturskeppni á lengsta degi ársins. Keppninni er ætlað að fylla í skarð Klausturskeppninnar svokölluðu og er stefnt að því að þetta verði árlega, stærsta og umfangsmesta keppni torfæruhjólaökumanna. Keppnin mun hefjast stundvíslega kl. 18:01 síðdegis þ. 21. júní 2008, og ljúka 6 klukkustundum síðar, eða kl. 00:01 eftir miðnætti á lengstu nótt ársins.

Keppendum verður boðið upp á fjölbreytta braut sem mun liggja um troðnar slóðir í bland við nýjar. Markmiðið er að brautin verði bæði krefjandi og skemmtileg. Keppnin er löng og gríðarlegt álag verður á keppendum. Það má því búast við ýmsum óvæntum uppákomum á meðan á henni stendur.

Stefnt er að því að bjóða upp á keppni í flokki karla og kvenna, auk þess sem blönduð lið geta tekið þátt. Keppendur skrá sig í eins, tveggja eða þriggja manna lið. Yfir daginn verður ennfremur haldin keppni fyrir yngstu ökumennina í 85/150 flokki og 125/250 flokki.
Öll helstu vélhjólaumboðin og þjónustuaðilarnir munu kynna vörur sínar á svæðinu. Auk þess verður um kvöldið, boðið upp lifandi tónlist og fleiri skemmtiatriði. Ýmsar veitingar verða jafnvel í boði styrktaraðila félagsins.
Í lok keppninnar verður tónlistinni haldið áfram og keppendum og viðstöddum boðið upp á hressingu. Verðlaunaafhending verður kl. 01:00 um nóttina.

Markmiðið er að búa til sannkallaða landsmótsstemningu torfæruhjólamanna á besta stað í nágrenni höfuðborgarinnar.

Skráning í keppnina og frekari upplýsingar verða kynntar hér á vefnum þegar nær dregur.

Endilega skirfa í comment hvað ykkur finnst um þetta og hvort það eigi að taka þátt eða ekki :)

stolið af af www.morgan.is