Ég á Yamaha DT50R, 2007, búinn að eiga hana í næstum 2 mánuði.
Í gærkvöldi tók ég öll innsiglin úr, og ætla aðeins að telja þau upp…
Byrja á því að taka pústið af, það er stóri kúturinn undir stýrinu, og boraði þrenginguna úr því.
Næst var bensínnálin stillt, hækkuð eða lækkuð, man ekki hvort það var.
Svo var cuttað á slönguna sem dældi lofti inní pústið, og bara lokað á hana.
Svo sett 12 tanna framtannhjól (það sem fylgir með er 11)
Svo eftir 3 tíma vinnu var þessu öllu tjaslað saman og kveikt á því.
Meiri kraftur, obviously en það kokaði samt mjög mikið.
Þannig að í dag kaupi ég stærri jet, og vonandi lagast allt.

Var bara að velta fyrir mér, aðrir sem eiga svipuð hjól, hvað þið hefðuð gert og hvað hjólin eru að komast hratt?
Hafðu Efni Á Því Sem Þú Segir