Það er oft talað um að menn á hjólum eigi að fara út í kant og drepa á vélinni þegar þeir nálgast hestamenn á hesti. Þetta er rangt. Hestarnir heyra í hjólunum löngu áður en að þú sérð þá. Hestarnir verða hræddari við hjólið ef að það er slökkt á því heldur en þegar að það er kveikt á því vegna þess að þeir vissu um hjólið löngu áður. Ef þú drepur á því þá fatta þeir ekki að þetta sé sami hlutur og þeir heyrðu í og bregður þess vegna.