Sælir Hugafélagar.

Hafið þið lent í svikum í samskiptum þegar þið hafið keypt eða reynt að kaupa notuð hjól?

Málið er það að ég fór um daginn og skoðaði mótorhjól sem mér leist mjög vel á og sagði við eigandann að ég myndi hringja í hann daginn eftir. þetta held ég að sé alvanalegt.

Allavega, ég hringdi í manninn í hádeginu daginn eftir og við sættumst á ákveðið söluverð og að ég kæmi klukkutíma seinna að ná í gripinn. þetta var kl 13. Ég fór í bíltúr og náði í mótorhjólakerruna sem ég á og fór í bankann og tók út peningana og fór svo að ná í hjólið sem ég hélt ég hefði verið að kaupa.

En þegar ég kem á staðinn er annar maður að setja hjólið uppá pallinn á bílnum sínum. Ég varð náttúrulega frekar fúll en hélt ró minni og spurði bara hvað gengi á. Þá var hinn gaurinn búinn að borga hjólið og allt var frágengið milli þeirra og ég varð bara að sætta mig við það að hafa verði hafður að fífli, og staðið í veseni útaf engu. Málið er að maðurinn sem keypti gripinn var að borga nákvæmlega jafn mikið fyrir hjólið og ég hafði samið um við gaurinn.

þar sem þetta fer gríðarlega í taugarnar á mér að svona skuli vera hægt að gera þá er spurningin þessi: hef ég lagalegan rétt til að kvarta yfir þessu? jafnvel fara í mál? ég er hugsanlega til í það til þess að fá útrás fyrir pirringinn.

lögfróðir menn vinsamlegast leggið inn línu hérna til mín!

kveðja,
Bleiknefur

-það er ekki auðvelt að komast í 8. himinn-