Góðan dag.

Ég hef nokkrar spurningar varðandi mótorkross, en ég er algjör byrjandi og veit í raun ekkert um þetta. Aðeins búinn að vera þræða netið og skoða og ég er orðinn nokkuð heitur fyrir þessu sporti.

Ég er 18 ára og er búinn að vera að safna frekar lengi. Svo ég hugsa að ég eigi alveg efni á búnaðnum fyrir þessu.

1. Hvað þarf maður að vera gamall til að taka stórhjólapróf og hvað má maður þá keira stór hjól? ég er bara með bílpróf - má ég ss. ekki keira 250cc hjól ?

2. Á hvernig hjóli á ég að byrja (týpa, gerð, kúbic osf… vil heldur ekki þurfa að skipta strax)?

3. Hvernig virkar þessi mælikvarði ss. gagnvart CC (sem er kúbik right?) og hest öfl (ss. hvað er 1 hestafl mörg cc)?

Bætt við 9. maí 2007 - 21:21
hvað eru þessi hjól að eyða miklu (250 - 450 cc)

komiði endilega með sem flesta linka og greinar og bara allt sem ég get notað til að fræða mig betur um þetta.
Google er náðargáfa sem yfirvaldið hefur aðeins gefið útvöldum!