Þann 25.apríl 2007 kl. 18:30 kom 15 ára gamali strákurinn Aaron Colton í heimsókn til Íslands. Hann var að sýna allskyns trikk og fleira og var það alveg ótrúlegt hvað hann gat þrátt fyrir alla bleytuna.
Í rauninni skemmdi bleytan allt því þá var svo sleift og meiri hætta að hann gæti dottið. Sýningin var á bílaplaninu hjá Nítró og N1. Trikkin sem hann gerði voru m.a. að standa uppi á hjólinu, prjóna í 90°, snúa sér við á hjólinu prjóna í hringi bara svo eitthvað sé nefnt.
Aaron fékk sitt fyrsta hjól aðeins tveggja ára gamall og var það lítill krossari.
Hann sagðist hafa ekkert mikið hjólað á litla krossaranum þessi ár en svo fékk hann stærra seinna þegar hann varð eldri.
Hann var byrjaður að gera stunt aðeins 13 ára gamall.
Það var þannig að hann byrjaði á því að prjóna, síðan hoppaði hann af því, hljóp á eftir því (og hélt í stýrið) og hoppaði síðan aftur uppá það.
Í pásunni eftir nokkur atriði talaði við fólk og svaraði spurningum.
Spurt var að hvort hann hafi fengið einhverja þjálfun. Þá svaraði hann að hann að pabbi hans hafi hjálpað honum og svo að hann hafi bara lært það sjálfur upp á eigin spýtur.
Hann mælir sérstaklega vel með að nota alltaf hjálm, vera í hlífum og fara alltaf varlega.
Það voru nokkur hjól sem voru þarna sem hann fór á og það var Kawasaki götuhjól, trial bike, pittbike og venjulegt motocross hjól, Kawasaki.
Ég þakka fyrir mig, verið þið sæl.

Kveðja, jboxx.

P.S. endilega að kíkja á video af honum að gera nokkur stunt.. ýta hér til að sjá..

Ekki gera einhverjar leiðinlegar commentir..