Ég er að fara að fá mér krossara eftir viku og var að spá í nokkrum atriðum varðandi viðhaldið.

Ég skoðaði www.nitro.is og sá þar viðhald á fjórgengis hjóli(hjólið er fjórgengis sem að kaup verða gerð í)
Það var alltaf talað um í textanum að maður ætti að skipta um hitt og þetta reglulega og þá var ég að spá: Þar sem að ég mun koma til með að nota þetta upp í bústað á malarvegi aðra hverja helgi sirka, var ég að spá hvort að einhver reyndur kappi gæti sagt mér sirka millibil á skiptingum á öllum græjunum sem talað er um á síðunni ef að miðað er við svo mikla notkun. Þá værum við samt að tala um frekar langann tíma hverja helgi.

kv.Timpua