Daginn allir

Ég var að horfa á sýn fyrir nokkrum vikum og þá var verið að sýna mótorcross keppni (held að það heiti það) og eftir það hef ég alltaf verið að horfa á þetta. Hef aldrei haft neinn áhuga á þessari íþrótt fyrr en núna.
Núna er ég orðinn svo spenntur að mig langar til að prófa þetta. Segjum svo að áhuginn verði það góður að ég vilji fjárfesta í mínu eigin hljóli.

Hvernig hjól ætti ég að kaupa til að byrja með?

Svo þarf galla, hljálm og svoleiðis dót, þannig að hvað haldiði að maður sé að borga mikið fyrir þetta allt saman?

Eins og þið sjáið að þá veit ég lítið sem ekkert um þetta þannig að allar ábendingar koma að gagni ;)