Ég hef verið að pæla að fá mér hjól og er að reyna að skilja þessa regluflóru í kringum þetta allt saman.

Veit að ég þarf að hafa haft próf á létt bifhjól í tvö ár til að mega taka próf á stórt bifhjól en flokkast það sem fylgir B skírteiningu með því? Tæknilega ætti það nú að gera það þar sem það er sagt orðrétt að maður fái próf á létt bifhjól þar með og þannig séð hef ég haft próf á létt bifhjól þá núna í meira en tvö ár en maður bara veit ekki. Vill ekki alveg kaupa mér hjól á 900þ ef ég má svo ekki nota það.