Góðan daginn. Ég var að spá í að fá mér krossara eða enduro. Vandinn er að ég veit ekkert um mótorhjól en langar þvílíkt að prófa. Hver er munurinn? Veit að enduro er hægt að nota á götunni en krossara ekki. En er ekki keppt á báðum? Og er nokkuð hægt að keppa á enduro í motorkrossi?

Þetta er nú það helsta sem ég er að spá í en svo er hellingur fleira sem er ekki eins nauðsynlegt.

Mér langar allaveganna helst í hjól sem ég get átt möguleika á að keppa á í motorkross. Væri síðan ekki 125cc best fyrir mig? Ég er að verða 17 ára og er svona 1.76 á hæð og 68kg…

Væri líka fínt ef að einhver tæki sig bara til og skrifaði eina ýtarlega grein fyrir byrjendur á hjóli…

kv. Haraldu