Ég má til með að nöldra aðeins.
Þannig er að ég keypti mér Thumpstar hjól og lét skrá það hjá Sjóvá þar sem ég er með bæði bílatryggingu og lán þar fyrir.
Svo þegar ég logga mig inn í heimabankann einn daginn þá eru þeir hjá Sjóvá búnir að senda á mig rukkun uppá 482.707kr fyrir tryggingu á hjólinu.
Ég hringdi í þá og þeir sögðust geta lækkað þetta niður í ca. 90þús ef ég væri í stofni.
Ég þakkaði bara pent fyrir og lagði rauða númerið inn.
Hvar er best að tryggja þessi hjól? Ég tými ómögulega að fara að borga tryggingar sem kosta næstum jafn mikið og hjólið og hvað þá fyrra dæmið sem er eins og 3 hjólverð.