Þetta er BEINT úr bókini*!
Þetta er útaf svo mörgum spurningum um þetta!

1.1 Flokkun bifhjóla
Létt bifhjól (M). Þegar rúmtak vélar fer ekki yfir 50 rúmsentimetra og það ekki gert fyrir hraðari akstri en 45 km/klst.
Lítið bifhjól (A). Þegar hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,16 kW/kg (0,22 hö). Þá má vélarafl bifhjólsins ekki fara yfir 25 kW (34 hö)
Stórt bifhjól (AA). Þegar hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,16 kW/kg og vélarafl fer yfir 25 kW.

1.2 Aldursskilyrði
Létt bifhjól. Skilyrði til að stjórna slíku bifhjól er að viðkomandi hafi náð fullum 15 ára aldri og náð prófi.
Lítið bifhjól. Skilyrði til að stjórna slíku bifhjól er að viðkomandi hafi náð fullum 17 ára aldri og náð prófi.
Stórt bifhjól. Skilyrði til að stjórna slíku bifhjól eru:
a. Viðkomandi verður að hafa a.m.k. tveggja ára reynslu sem ökumaður lítils bifhjóls.
b. Ef viðkomandi hefur ekki tveggja ára reynslu sem ökumaður lítils bifhjóls og er orðin 21 árs getur hann rekið verklegt próf á stórt bifhjól.
c. Ef viðkomandi er orðin 21 árs þegar hann öðlast ökuréttindi í flokki A fær hann réttindi til að stjórna stóru bifhjól (AA).


*Akstur og umferð, A réttindi Bifhjól. Njáll Gunnlaugsson. 2005.