Vill byrja á því að taka það fram að þessi hjól eru EKKI EEU samþykkt og þar af leiðandi er EKKI hægt að götuskrá þau, þau fara á rauð númer og skráð sem torfæruhjól.
Þessi hjól eru kínversk og eru ekki á sama stað og KTM, Yamaha, Honda o.s.fr. Þetta eru ekki pro hjól og það er ekki verið að halda slíku fram, enda er ekki við öðru að búast fyrir hjól á þessu verði.

Þetta eru ódýr, kínversk hjól og eru upplögð fyrir byrjendur sem vilja kynnast krossinu, eða menn og konur sem vilja leika sér aðeins en vilja helst ekki fara að fjárfesta í rándýrum leiktækjum.
Þessi hjól eru að fá príðis dóma, og þá sérstaklega í “value for money” samhenginu.

Vélin er 199cc fjórgengis loftkæld sem er að skila u.þ.b. 12 hestöflum, sem þykir að vísu ekki mjög mikið fyrir mótor af þessari stærð en torqueið (14 m.v. 6500 rpm) er til staðar.
Hjólið er byggt upp á gömlu Hondu XR200 og er mótorinn í einu og öllu sá sami og var í Hondunni.

En svona í stuttu máli, príðis byrjendahjól og leiktæki sem er fínt til síns brasks.

Tæknilegar upplýsingar.
Vél: 199cc / 12hö m.v. 8000 rpm / 14 max torque m.v. 6500 rpm
Start: Rafstart / “Kickstart”
Bremsur: Diskabremsur að framan / Skálabremsur að aftan
Stærð: Lengd: 2100mm / Breidd: 830mm / Hæð: 1280mm
Sætishæð er 860mm
Dekk: Framan: 2.75-21 / Aftan: 4.10-18
5 gírar og hámarkshraði u.þ.b. 85 km/klst.

Verð 139.900 kr. stgr. ósamsett
Hægt er að fá hjólið sett saman fyrir 20.000 kr. en það er ekki vitlaust fyrir byrjendur að setja þetta sjálf/ir saman, góð leið til þess að kynnast hjólinu strax.

Myndir.
http://www.screwitproductions.com/images/IMG_2212_SMALL.jpg
http://www.screwitproductions.com/images/IMG_2208_SMALL.jpg
http://www.screwitproductions.com/images/IMG_2211_SMALL.jpg

Upplýsingar í síma 895-7272