JoeyBoy:
Fyrst skaltu spyrja þig hvort þú ætlir í kross (krossarar í lokuðum brautum og hvergi annarsstaðar) eða enduro. Þú getur líka fengið þér götuhjól en sjálfur mundi ég velja enduro (sem má fara á götuna)…Krossararnir eru gerðir til að kreysta út sem mestann kraft á sem minnstum tíma. Til dæmis atvinnumenn vilja fá mikinn kraft á meðan þeir eru í brautinni og þá er hjólið smíðað með það í huga. Þá er minna spáð í hlutum eins og viðhaldi, endingu og eyðslu. Einnig finnst mér dolluhljóðið (sem er í tvígengis hjólum) leiðinlegt og líka hvað það eyðir miklu meira. En á móti kemur að það er léttara og því auðveldara að keyra krosshjólin. Þau eru lika oftast mjög kraftmikil (þeas fleiri hestöfl með minna cc)

Er ég þá að skilja þetta rétt:
Tvígengis: Meiri hröðun, minni hámarkshraði
Fjórgengis: Minni hröðun, meiri hámarkshraði

Krossari:
- Léttari
- Kraftmeiri
- Auðveldara að keyra
- Eyða meira bensíni
- Má bara keyra á lokuðum brautum (ekki út á götu eða “off road”).

Enduro hljól:
- Má fara á götuna (er á löglegum númerum eins og hver annar bíll)
- Má keyra “off road” t.d. á fáförnum hestastígum fjarri gangandi vegfærendum og gróðri.
“True words are never spoken”