Vegna þess að margir hafa verið að spyrja út í þetta í korkunum þá áhvað ég að taka saman allt sem ég veit. ATH. að þetta gæti verið vitlaust hjá mér og þá endilega Gefa álit og leiðrétta mig.

Aldurstakmörk:
50cc 15ára (en getur tekið með bílprófinu líka)
125cc 2árum eftir að þú fékst 50cc prófið
125+ ekki viss
ATH. að það var annaðhvort 18 eða 20 sem þú gast tekið öll prófin og þarft ekki að bíða þessi 2 ár á milli 50 og 125cc.

Leifilegir keyrslustaðir:
Hvítt plata: máttu keyra á öllum vegum og í umferð og þar sem rauð plata má keyra.
Rauð Plata: máttu bara keyra á einkavegum og á sérstökum torfærusvæðum sem eru td. Álfsnessið og í Ingvarsdal (minnir mig að heiti) sem er rétt hjá Littlu kaffistofuni.
ATH. það er skylda samkvæmt lögum að skrá öll hjól með að minsta kosti rauðri plötu því þau teljast undir Torfærutæki og er skráningarskylda á þau.